Brunch á Haust Restaurant

Brunch hlaðborð

Á brunch hlaðborðinu okkar á Haust Restaurant bjóðum við upp á fjölbreytt úrval rétta sem ættu að gleðja alla matargesti. Þar er meðal annars hægt að finna, súpu & brauð, kalda forrétti, salöt, eggjahræru & beikon, Egg Benedict, vegan rétti, steikur, heitan fiskrétt, úrval eftirrétta, blandaða ávexti og hina klassísku hnallþóru. Brunch er kjörinn tími til að njóta afslappaðrar máltíðar með fjölskyldu og vinum.

Verð: 7.900 kr.

Í boði allar helgar og helgidaga frá kl. 11:30-14. Börn 0-5 ára borða frítt og börn 6-12 ára greiða aðeins hálft verð.